NÝR JEEP AVENGER 4xe Hybrid
YTRA BYRÐI
ÆVINTÝRI Í HÆSTU HÆÐUM
Nýi Jeep® Avenger 4xe er meira en bara fjórhjóladrifinn jeppi. Hann er ævintýragjarn og frjáls ferða sinna. Sérhannaður að utan sem innan og búinn sérstökum torfærueiginleikum sem stórauka getu hans.
AÐALLJÓS
LED-aðalljósin tryggja skýra sýn og öryggi á veginum. Að sama skapi veita þau nýja Jeep® Avenger 4xe stílhreint og einstakt yfirbragð. Ljósin eru innbyggð og hátt uppi til að verja þau fyrir höggum á litlum hraða.
AFTURLJÓS
LED-afturljósin tryggja framúrskarandi sýnileika og öryggi að aftan við allar akstursaðstæður og gefa nýja Jeep® Avenger 4xe jafnframt nútímalegt yfirbragð.
SILFURLITAÐAR HLÍFAR OG STUÐARAR
Hlífarnar og nýju stuðararnir að framan og aftan eru gerðir úr lituðu fjölliðaefni sem heldur upprunalega litnum ef það rispast eða verður fyrir hnjaski.
FELGUR
Nýi Jeep® Avenger 4xe er búinn 17“ svörtum álfelgum með heilsársdekkjum svo hann er tilbúinn í hvaða ævintýri sem er.
DRÁTTARKRÓKUR AÐ AFTAN
Dráttarkrókurinn að aftan á nýja Jeep® Avenger 4xe eykur getu hans enn frekar og gerir þér kleift að takast á við krefjandi landslag og jafnvel koma öðrum bílum til aðstoðar. Þetta er ómissandi eiginleiki fyrir ævintýralegan akstur og tryggir að þú getir tekist á við hvaða áskorun sem er með öruggum hætti.
TOPPGRINDUR
Toppgrindurnar auka notagildið og gera þér kleift að flytja aukabúnað og farangur á öruggan hátt. Toppgrindurnar eru fullkomnar fyrir öll ævintýri og veita aukið geymslupláss fyrir reiðhjól, kajaka eða annan farangur og sjá til þess að ferðalagið gangi snurðulaust fyrir sig.
INNRA RÝMI
NÝTT 10,25" ÚTVARP
Hið einstaka 10,25" Uconnect™ útvarp er með innbyggðu leiðsögukerfi sem tryggir þægilegar og nettengdar ferðir svo þú getir notið ferðalagsins. Apple CarPlay og Android Auto fylgja með svo þú sért tengdur í öllum þínum ferðum.
NÝTT STAFRÆNT MÆLABORÐ
Nýja 10,25" TFT (thin-film transistor) mælaborðið í Jeep ® Avenger 4xe er með sérhönnuðum stýringum og veitir ökumanninum aukna innsýn.
180° BAKKMYNDAVÉL MEÐ DRÓNASÝN
180 gráðu bakkmyndavélin með drónasýn gerir þér kleift að njóta ævintýrsins til fulls frá öllum sjónarhornum með auknu öryggi.
ENDINGARGÓÐ SÆTI (SEM ÞOLA ÞVOTT)
Innréttingin í nýja Jeep® Avenger 4xe er gerð úr slitsterkum efnum sem auðveldar þrif í farþegarýminu eftir öll ævintýri ferðarinnar.
AFKÖST & GETA
VÉL
Nýja Jeep ® Avenger 4xe 48V Hybrid aflrásin sameinar afköst hefðbundinnar 136 hestafla vélar með tveimur rafmótorum (21kW hvor) og spennunni sem fylgir því að aka Jeep ®. Hún skilar hámarkstogi upp á 230 Nm, hámarkshraða upp á 194 km/klst og hröðun úr 0 í 100 km á 9,5 sekúndum.
BREKKUHEMILL (HDC)
Nýi Jeep ® Avenger 4xe er með svokallaðan brekkuhemil (Hill-Descent Control) sem kemur í veg fyrir að hann renni í brekku.
SELEC-TERRAIN-KERFIÐ
Selec-Terrain®-kerfið í nýja Jeep® Avenger 4xe gerir þér kleift að velja á milli fjögurra akstursstillinga til að takast á við mismunandi aðstæður: Auto, Sand/Mud, Snow og Sport.
SÉRFRÆÐINGUR Í BREKKUM
Nýi Jeep® Avenger 4xe getur ekið upp 40% halla á malarvegum og allt að 20% halla þegar framöxullinn hefur ekkert grip. Gírlækkunin, 22,7:1, ásamt rafmótornum að aftan, skilar framúrskarandi 1.900 Nm togi til hjólanna.
FJÓRHJÓLADRIFIÐ ALLTAF TIL STAÐAR
Þökk sé „power looping“-tækninni getur kerfið tryggt fjórhjóladrif óháð hleðslustigi rafhlöðunnar. Fremri brunahreyfillinn knýr framhjólin og fremri rafmótorinn virkar sem rafall og sér þeim aftari fyrir orku. Þannig tryggir aftari rafmótorinn drif á afturhjólunum.
RAFKNÚIN AKSTURSTÆKNI
Nýi Jeep® Avenger 4xe getur notað fremri rafmótorinn með slökkt á brunavélinni við ýmsar aðstæður. Til dæmis þegar ekið er með framhjóladrifi, allt að 1 km undir 30 km/klst., allt að 50% rafdrif í innanbæjarakstri, við smávægilegar hreyfingar þegar bremsupedalanum er sleppt (Creeping), til að koma bílnum af stað með rafmótor (Launch), til að fylgja Stop&Go-umferð á rafmagni (Queueing) og til að leggja í stæði á rafmagni (Parking).
ORKUSPARNAÐUR
Kerfið getur endunýtt orku á meðan nýi Jeep® Avenger 4xe hægir á sér þökk sé endurnýjanlegri hemlun (Regenerative deceleration).
TÆKNI
CONNECT ONE
Connect One-pakkinn er staðalbúnaður sem fylgir með bílnum. Þegar þú virkjar hann geturðu haft samband við þjónustuver sem er opið allan sólarhringinn til að fá vegaaðstoð með því að nota SOS-hnappinn inni í bílnum eða haft beint samband við þjónustuver bílsins úr Jeep®-appinu. Kerfið gefur þjónustuverinu sjálfkrafa upp staðsetningu bílsins ef það skyldi misfarast hjá þér. Að auki getur þú fengið upplýsingar um ástand bílsins og margt fleira.
CONNECT PLUS
Ef þú vilt fá frekari þjónustu þá er Connect PLUS hið fullkomna val fyrir þig. Nýttu þér þennan valfrjálsa pakka í 6 mánaða prufuáskrift til að uppgötva viðbótareiginleika Uconnect™ þjónustunnar. Skipuleggðu ferðina um borð eða í appinu. Þökk sé innbyggða leiðsögukerfinu: með kortlagningu (Dynamic ranging map feature) veistu alltaf hversu langt þú getur ekið og nýtur góðs af kynningum í samræmi við áhugaverða staði (söfn, veitingastaði o.s.frv.). Fylgstu með læsingu hurða úr Jeep® appinu, finndu næstu hleðslustöðvar og skipuleggðu hleðsluna þína án þess að fyllast af hleðslukvíða. Í Jeep® appinu geturðu einnig fengið góð ráð um viðhald bílsins þíns og margt fleira.
AKSTURSAÐSTOÐARKERFI (ADAS)
AÐLÖGUNARHÆFUR HRAÐASTILLIR (ACC)
Kerfið fyrir aðlögunarhæfan hraðastilli (ACC) heldur þeim ferðahraða sem ökumaðurinn hefur stillt fyrirfram. Kerfið nemur einnig ökutækið fyrir framan og aðlagar sig sjálfkrafa að hraða bílsins og heldur þannig öruggri fjarlægð.
SJÁLFVIRK NEYÐARHEMLUN (AEBS)
Sjálfvirka neyðarhemlunarkerfið nemur hindranir, jafnvel þegar ekið er á vegum í úthverfum. Nýi Avenger getur hemlað sjálfkrafa til að koma í veg fyrir árekstur á ökutækið fyrir framan, gangandi vegfarendur eða hjólreiðamenn. Fyrst varar bíllinn ökumanninn við með hljóði og ljósi í mælaborðinu og ef ökumaðurinn bregst ekki við því þá hemlar bíllinn og getur þannig komið í veg fyrir árekstur.
BLINDSVÆÐISSKYNJARI (BSD)
Vertu öruggari á ferð með því að vita hvað er við hliðina á þér eða fyrir aftan þig. Blindsvæðisskynjarinn dregur úr hættu á slysum við akreinaskipti með því að láta þig vita þegar önnur ökutæki fara inn á blindsvæðið þitt.
UMFERÐARMERKJAAÐSTOÐ (TSR)
Haltu réttum hraða á öllum vegum. Nýja umferðarmerkjaaðstoðin (TSR) getur lesið umferðarmerki og sent frá sér viðvörun ef ökutækið fer yfir hámarkshraða eða ef það nemur aðrar mögulegar takmarkanir og gerir það með því að tengjast beint við snjalla hraðastillinn (ISA).
AKREINAHALD (LKA)
Akreinahaldið mælir staðsetninguna þína innan akreinarinnar. Ef kerfið nemur að bíllinn sé óviljandi að fara út af akreininni lætur það þig vita og leiðréttir stefnu bílsins aftur inn á akreinina.
AKSTURSAÐSTOÐ Á STIGI 2
Akstursaðstoðarkerfi á stigi 2 einfaldar akstursupplifunina og langar ferðir með því að halda vissri fjarlægð frá ökutækinu að framan en einnig með því að gæta þess að ökumaður haldi sig á miðri akrein með aðstoð frá stýringunni.






